Fréttaveita Borgunar

Villa í innsendingu boðgreiðslna12.07.2021

SaltPay (áður Borgun) vill upplýsa um mistök sem áttu sér stað við innsendingu á boðgreiðslum. Tæknileg mistök leiddu til þess að boðgreiðslur sem áttu sér stað miðvikudaginn 7.júlí  og mánudaginn 12. júlí hjá nokkrum seljendum, voru sendar tvisvar eða oftar til korthafa.
Um leið og villan varð ljós var vinna hafin við lagfæringu, sem áætlað er að klárist á morgun 13. júlí.
 SaltPay harmar þessi leiðu mistök og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðkomandi korthöfum

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun