Fréttaveita Borgunar

Tvífærslur á Visa kredit- og debetkort24.04.2021

SaltPay (áður Borgun) vill upplýsa um mistök sem áttu sér stað við innsendingu á færslum til Visa International. Tæknileg mistök leiddu til þess að færslur á Visa-kort sem áttu sér stað fimmtudaginn 22. apríl voru sendar tvisvar til Visa. Mistökin uppgötvuðust í gær og var brugðist strax við. Þegar er búið að bakfæra tvífærslur á öllum kreditkortum. Aðeins flóknara er að bakfæra tvífærslur á debetkort og verða þær leiðréttar í tölvukeyrslu sem fram fer annað kvöld, 25. apríl. 

SaltPay harmar þessi leiðu mistök og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðkomandi korthöfum

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun