Fréttaveita Borgunar

Tilkynning til viðskiptavina vegna afbókana og endurgreiðslna24.03.2020

Við hjá Borgun leggjum áherslu á að aðstoða viðskiptavini okkar eins og mögulegt er. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 er mikið um afbókanir og endurgreiðslur og þá sérstaklega hjá aðilum í ferðaþjónustu og þeim sem standa fyrir ýmis konar viðburðum. 

Við erum vissulega áhyggjufull vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem heimsfaraldur COVID-19 hefur á rekstur viðskiptavina okkar. Við gerum okkur grein fyrir því að truflun gæti orðið á sjóðsstreymi smærri og meðalstórra fyrirtækja og munum gera okkar besta til að styðja við áframhaldandi rekstur slíkra fyrirtækja. Borgun mun að svo stöddu ekki grípa til beinna aðgerða, en beinir því hins vegar til seljenda sem fá fyrirgreiðslu (brúarlán) hjá viðskiptabanka sínum vegna heimsfaraldurs COVID-19 í samræmi við aðgerðaráætlanir stjórnvalda að setja uppgjör neikvæðrar stöðu í forgang.  Með því móti er betur unnt að tryggja áframhaldandi færsluhirðingu af hálfu Borgunar og samstarf við seljendur á þessum óvissutímum. 

Við vonum svo sannarlega að áhrifin af COVID-19 verði eingöngu tímabundin og að hefðbundin starfsemi taki við sem fyrst. Á sama tíma hvetjum við seljendur til að gera upp neikvæða stöðu sé þess nokkur kostur. 

Tilkynninguna í heild má sjá hér.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun