Örugg kortaviðskipti á netinu

3D Secure er svar kortafélaganna, Visa og Mastercard við vaxandi svikum í kortaviðskiptum á netinu og er ætlað að verja bæði korthafa og fyrirtæki fyrir kortasvikum. 

Fyrirtæki sem velja að vera 3D Secure varðir í viðskiptum geta dregið verulega úr þeirri áhættu að hægt sé að nota stolin kort eða stolnar kortaupplýsingar í viðskiptum hjá þeim. Fyrirtæki sem taka vitandi eða óafvitandi við stolnum kortaupplýsingum eru alltaf ábyrg fyrir slíkum færslum ef upp kemur deila um áreiðanleika viðskiptanna. 

3D Secure færir ábyrgð af herðum fyrirtækja þar sem korthafi er beðinn um að slá inn sérstakt lykilnúmer sem viðkomandi fær til að sannreyna að hann sé örugglega réttmætur eigandi kortsins. 3D Secure dregur þannig verulega úr áhættu fyrirtækja vegna móttöku greiðslna á netinu. 

SaltPay mælir því sérstaklega með því að fyrirtæki sem stunda viðskipti á netinu kynni sér kosti 3D Secure.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun