Fréttaveita Borgunar

Endurskráning á færslum frá Skeljungi/Orkunni20.05.2021

SaltPay (áður Borgun) vill upplýsa um mistök sem áttu sér stað við innsendingu á færslum. Þessi mistök urðu til þess að færslur einhverra korthafa sem hafa verslað olíu hjá Skeljungi/Orkunni síðan í mars, bakfærðust ýmist eftir 6 eða 30 daga frá því að færslan var tekin. Villan sem olli því að færslurnar bakfærðust hefur verið lagfærð og verið er að skrá færslurnar að nýju. Korthafar gætu því átt von á því að færslur sem áður hafi bakfærst munu vera endurskráðar frá og með morgundeginum, 21.05.

SaltPay harmar þessi leiðu mistök og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðkomandi korthöfum

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun