Fréttaveita Borgunar

Svikatilraunir með SMS25.03.2021

Við viljum eindregið vara korthafa við svikatilraunum með SMS smáskilaboðum sem send hafa verið í nafni Borgunar, nú síðast í dag. Um er að ræða falska SMS tilkynningu um að viðkomandi þurfi að staðfesta símanúmer í tengslum við raðgreiðslur. Þess má jafnframt geta að nafni Borgunar hf. hefur verið breytt í SaltPay IIB hf.

Við viljum ítreka við korthafa að gefa aldrei upp kortaupplýsingar í tilefni af óumbeðnum tölvupósti, SMS eða símtali.

SaltPay biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti, SMS eða símtali og er korthöfum eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum eða smáskilaboðinu strax. Hafi kortaupplýsingar verið gefnar upp er korthöfum bent á að loka korti sínu í gegnum viðeigandi smáforrit útgefanda kortsins eða hafa samband við þjónustuver SaltPay í síma 560-1600 ef um MasterCard kort útgefið af Íslandsbanka er að ræða.
 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun