Fréttaveita Borgunar

Borgun varar við SMS skeytum sem eru send í nafni Borgunar23.08.2020

Við viljum eindregið vara korthafa við svikatilraunum sem byrja með SMS smáskilaboðum sem send hafa verið í nafni Borgunar, nú síðast í dag. Um er að ræða falska sms tilkynningu um að viðkomandi hafi borgað reikninginn sinn tvisvar sinnum og að korti viðkomandi hafi verið lokað. Einnig er reynt að fá viðkomandi til að opna kortin að nýju með því að gefa upp kortaupplýsingar.

Við viljum ítreka við korthafa að gefa aldrei upp kortaupplýsingar í tilefni af óumbeðnum tölvupósti, SMS eða símtali.

Borgun biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti, SMS eða símtali og er korthöfum eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum eða smáskilaboðinu strax.

Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er brýnt að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600.

Vert er að taka fram að Borgun hefur ekki orðið fyrir tölvuárás heldur er um að ræða svik.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun