Fréttaveita Borgunar

Borgun fær jafnlaunavottun04.02.2020

Stefna Borgunar er að gæta jafnréttis og tryggja jöfn laun fyrir sömu eða sambærileg störf óháð kyni og tryggja jöfn tækifæri kvenna og karla. Borgun fékk Jafnlaunavottun í lok janúar 2020.

"Það er okkur í Borgun mikið ánægjuefni að hafa nú hlotið jafnlaunavottun, tæpu ári áður en lög gera kröfu um slíkt.  Það undirstrikar hvað okkur finnst mikilvægt að fá formlega staðfestingu á því að hjá fyrirtækinu er unnið eftir skipulögðu ferli við launaákvarðanir og þess gætt að bæði konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er einstaklega ánægjulegt að ekki þurfti að gera neinar launabreytingar í aðdraganda þessarar vottunar og að óskilgreindur launamunur er ekki nema 1,3%. Jafnlaunavottunnin er jafnframt mikilvæg til þess að geta hér eftir, sem hingað til, laðað til Borgunar hæfasta starfsfólk sem völ er á hverju sinni. Við höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð að gera Borgun að sífellt betri vinnustað" segir Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar.

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun