Fréttaveita Borgunar

Borgun varar við svikamyllum á samfélagsmiðlum. 16.08.2019

Borgun varar við svikamyllum á auðveldum „fjárfestingargróða“ á samfélagsmiðlum.  Tengist fréttum af þjóðþekktum einstaklingum sem hafa verið jafn áberandi innanlands og erlendis.  Þetta eru falsfréttir, þeir segja að viðkomandi aðilar hafi hagnast á Bitcoin eða öðrum fjárfestingar viðskiptum.  Í framhaldi af því er viðkomandi lesandi beðin um að leggja fé inná ákveðna fjárfesta með greiðslukorti sínu og ef það gengur ekki þá er lesanda leiðbeint um hvernig hægt er að millifæra í gegnum netbanka.  Sjá meðylgjandi frétt frá Lögreglunni.

Lögreglan bendir á nokkur atriði sem gott að hafa í huga ef rekist er á slíkar auglýsingar og ef sölumenn setja sig í samband við ykkur

  • Takið gylliboðum með mikilli tortryggni
  • Forðist að deila kortaupplýsingum og skilríkjum
  • Tilkynnið slíkar auglýsingar til Facebook með því að smella á „Report Ad“
  • Hægt er að hafa samband við lögreglu vegna slíkra mála á abendingar@lrh.is eða cybercrime@lrh.is

 

Dæmi um svindlfrétt:

 

 

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun