Fréttaveita Borgunar

Forstöðumaður Alþjóðasviðs24.11.2017

Forstöðumaður Alþjóðasviðs 

Borgun óskar eftir að ráða öflugan stjórnanda á Alþjóðasvið til að taka þátt í þróun og uppbyggingu erlendrar starfssemi félagsins. Borgun er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Helstu verkefni

 • Daglegur rekstur og stjórnun Alþjóðasviðs
 • Samskipti við erlenda samstarfsaðila og viðskiptavini
 • Öflun nýrra viðskiptasambanda og tækifæra erlendis
 • Þátttaka í stefnumótun og framfylgni hennar
 • Ábyrgð á vöru- og þjónustuþróun

 Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af stjórnunarstörfum
 • Alþjóðleg reynsla kostur
 • Góður fjármála- og tækniskilningur
 • Góð enskukunnátta 

 

Upplýsingar veita

Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir – katrin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember nk. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun