Fréttaveita Borgunar

Laust starf: Forstjóri Borgunar13.11.2017

Borgun óskar eftir að ráða til starfa forstjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarf þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, fjármálaþekkingu og tæknilega innsýn í starfsemi sem er í sífelldri þróun.

Starfssvið

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri
 • Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar
 • Víðtæk samskipti við erlenda samstarfsaðila vegna vaxtar erlendis
 • Samskipti við banka og kortafyrirtæki
 • Greining og uppbygging nýrra markaða
 • Þátttaka í samningagerð á Íslandi og erlendis
 • Forsvar gagnvart fjölmiðlum, eftirlitsaðilum og öðrum hagaðilum

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Stjórnunar-, rekstrar- og markaðsreynsla
 • Reynsla úr fjármálaumhverfi
 • Reynsla af erlendri fjármálastarfsemi er kostur
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Skipuleg vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 • Rík ábyrgðartilfinning og faglegur metnaður
 • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti
 • Gott vald á enskri tungu

 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér mat FME á hæfi framkvæmdastjóra eftirlitsskyldra aðila.

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk.. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun