Fréttaveita Borgunar

Haukur Oddsson lætur af störfum 27.10.2017

Haukur Oddsson forstjóri hefur ákveðið að láta af störfum hjá Borgun eftir 10 ára starf hjá félaginu.   
 
„Ég hef starfað hjá Borgun frá því í október 2007 eða í rétt 10 ár.  Þetta hefur verið frábær tími og fyrirtækið vaxið og dafnað.  Borgun hefur breyst úr því að starfa eingöngu á Íslandi með rétt innan við 30% markaðshlutdeild og 70 starfsmenn – í að verða alþjóðlegt, tæplega  200 starfsmanna greiðslumiðlunarfyrirtæki með starfsemi í 4 löndum og með um 50% markaðshlutdeild á Íslandi.  Á þessum tíma hefur virði félagsins margfaldast og eiginfjárstaða þess styrkst til muna eða hækkað úr rúmum 8% í um 23% og það á tímum mikils vaxtar.  Auk þess hefur félagið greitt eigendum sínum, sem er óbeint að stærstum hluta íslenska ríkið, ríkulegan arð.
 
Ég kveð Borgun með þakklæti og stolti. Þar starfar einvala hópur starfsmanna. Borgun er frábært fyrirtæki sem á framtíðina fyrir sér með ótæmandi möguleika.     

Þá vil ég sérstaklega þakka stjórn félagsins fyrir einstakt samstarf.“
 
Að ósk stjórnar mun Haukur sinna störfum forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun