Fréttaveita Borgunar

Nýjar leiðir í greiðslukortaviðskiptum21.03.2017

Borgun er með fjölbreytt úrval af öruggum lausnum og nýjum leiðum í greiðslukortaviðskiptum. „Við bjóðum upp á nýjung sem er lítill og nettur snjallposi. Aðeins þarf að tengja hann við snjallsíma eða önnur snjalltæki í gegnum Borgunar appið og þá er hægt að byrja selja. Snjallposi hentar sérstaklega vel fyrir einyrkja og minni fyrirtæki,“ segir Ragnar Einarsson, sem er þróunarstjóri á Fyrirtækjasviði Borgunar. Mánaðargjaldið er sérlega hagstætt eða aðeins 2.990 kr. án vsk.  

Snjallposi með strikamerkjaskanna

„Fyrir veitingastaði og verslanir mælum við með snjallposa með skanna en hann virkar sem vagga fyrir Apple-snjalltæki og má tengja við ýmis sölukerfi. Hann er með strikamerkjaskanna og hentar vel fyrir fyrirtæki þar sem starfsfólkið er mikið á ferðinni eins og t.d. á veitingahúsum. Þessi gerð af posa hefur verið að ryðja sér til rúms um allan heim.“ segir Ragnar. „Hann er hreyfanlegur, þ.e. fólk þarf ekki að koma að sérstöku afgreiðsluborði til að borga heldur getur afgreiðslufólk komið til viðskiptavinarins með tækið og þar með boðið upp á aukið þjónustustig.“ bendir Ragnar á.Nýjung í Raðgreiðslum á vefnum 

Ragnar segir raðgreiðslur ávallt vinsælar og nú er hægt að gera samninga um slíkar greiðslur á netinu með einföldum hætti. „Þetta er nýjung hjá Borgun. Viðskiptavinurinn notar rafræn skilríki eða staðfestingu í netbanka til að auðkenna sig og getur sjálfur sótt um og gengið frá raðgreislusamningi til allt að 36 mánaða. Fyrirtækin fá upphæðina greidda tveimur dögum seinna en þetta auðveldar þeim að selja fyrir hærri upphæðir á netinu,“ segir Ragnar. „Þetta ferli tekur innan við tvær mínútur. Viðskiptavinurinn getur síðan séð heimildastöðu sína og yfirlit yfir alla samninga á þjónustusíðum Raðgreiðslna.“ Raðgreiðslur henta einstaklega  vel fyrir óvænt eða hærri útgjöld.

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun