Fréttaveita Borgunar

Borgun hf. kaupir B-Payment04.01.2017

Borgun hf. hefur gengið frá kaupum á 45% hlut í ungverska fyrirtækinu B-Payment Szolgáltató Zrt (B-Payment) sem og samið um kaup á öllum eftirstandandi hlutum í fyrirtækinu.  Kaupin á 35% hlutnum áttu sér stað 17. desember 2016 en greiðslur vegna eftirstandandi hluta koma til greiðslu árið 2018 og svo árið 2020. Seljendur eru Invendor Holding Kft., Pallas SEM og Ádám Farkas.  
„Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi enda gríðarleg tækifæri á þessum markaði.  B-Payment er öflugt fyrirtæki á þessu sviði og staðsetning þess í miðri Evrópu gefur mikil tækifæri til vaxtar,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar.
Fyrirtækið B-Payment var stofnað árið 2014 af þeim Zsombor Imre og Marton Bati sem hafa leitt vöxt félagsins undanfarin ár, en það var stofnað til þess að vinna með Borgun hf. að sölu á færsluhirðingarþjónustu í Ungverjalandi. Í dag starfar félagið bæði í Ungverjalandi og Tékklandi sem sölu- og þjónustuaðili fyrir Borgun hf.  Hjá B-Payment starfa um 30 manns.  
Viðskiptavinir Borgunar í Ungverjalandi og Tékklandi voru í lok árs 2016 tæplega 4.000 og er áætluð velta þeirra nálægt 35 milljörðum íslenskra króna. 

 

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

Borgun notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun