Almenn umsókn

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en ef reynsla og hæfni umsækjenda nýtist í þau störf sem verið er að ráða í, verður haft samband við viðkomandi. Þegar ráðið hefur verið í auglýst störf, er öllum umsóknum svarað. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því að þær berast og biðjum við þig að tilkynna ef þú vilt að gögnum um þig sé eytt fyrir þann tíma.

Láttu ferilskrá fylgja

Borgun er ávallt með augun opin fyrir hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að sinna starfinu af sömu alúð og áhuga og þeir starfsmenn sem fyrir eru. Þó ekki sé verið að auglýsa eftir starfsmönnum í tiltekna stöðu þýðir það ekki að við viljum ekki fá að sjá hvaða mann þú hefur að geyma. Haldið er utan um allar umsóknir í tölvukerfi fyrirtækisins, og því þurfa umsækjendur að sækja um hér á vefnum. Að sjálfsögðu er hægt að láta ferilskrá fylgja með nánari upplýsingum auk annarra viðhengja eins og einkunnum, meðmælabréf og fleira sem þig teljið nýtast ykkur í atvinnuleit. Með því að vanda til verka eykur þú möguleika þína á því að fá starf.

Almenn umsókn