Að vinna hjá Borgun

Starfsmenn Borgunar skipa sterka liðsheild, og teljum við að starfsandinn á vinnustaðnum ásamt fjölskylduvænum áherslum hafi mikið um það að segja.

Starfsmenn vinna eftir þremur einföldum gildum:

  • Vilji
  • Virði
  • Vissa

Mannauður Borgunar, áræðni, þekking, áreiðanleiki og þjónustulund er grundvöllur arðsemi og vaxtar fyrirtækisins. Við viljum því að starfsmenn hafi tækifæri til að þróast og eflast innan fyrirtækisins og að faglegur metnaður fái notið sín í verki, bæði hjá einstaklingum og hópnum í heild. Kapp er lagt við að starfsmenn séu vel upplýstir um það sem fram fer og að endurgjöf og uppbyggileg umræða sé hluti af daglegu starfi.

Með því að bjóða eftirsóknarverðan vinnustað, með góðan starfsanda og hvetjandi vinnuumhverfi teljum við að hægt sé að manna hverja stöðu hæfum einstaklingum, með viðeigandi reynslu, menntun og færni til að takast á við starfið.

Sumarstörf 2013

Búið er að loka fyrir umsóknir vegna sumarstarfa hjá Borgun. Þökkum sýndan áhuga á fyrirtækinu.