Boðgreiðslur

Boðgreiðslur eru góð leið til að innheimta með rafrænum hætti mánaðarlegar greiðslur hvort sem upphæðin er sú sama eða breytileg milli mánaða. Þú getur sparað heilmikið umstang með boðgreiðslum, notið meiri skilvísi og haldið kostnaði við innheimtu í lágmarki. Þú getur ýmist notað eigin viðskiptakerfi til að skrá greiðslurnar eða einfalt og þægilegt viðmót á Þjónustuvef SaltPay.

Haldið er utan um boðgreiðslur á Þjónustuvef SaltPay. Það gerir smærri fyrirtækjum mögulegt að halda utan um upplýsingar og stilla af greiðslutíðni með einföldum hætti. 


Viðskiptakerfi

Viðskiptakerfi SaltPay gerir þér kleift að skuldfæra af greiðslukortum fastra viðskiptavina samkvæmt pöntun og hentar t.d. heildsölum sérstaklega vel. Viðskiptakerfið gefur gott yfirlit yfir alla sölu og auðvelt er að endurgreiða og bakfæra færslur á læstu vefsvæði.


Sýndarnúmerakerfi

Lausn sem hentar mörgum stærri fyrirtækjum. Þú tekur við kortanúmeri frá korthafa og sendir til SaltPay. Við vistum kortanúmerið og sendum þér sýndarnúmer í staðinn. Eftir það vinnur þú einungis með sýndarnúmer. Við sjáum svo um að tengja saman sýndarnúmer og kortanúmer eftir innsendingu á boðgreiðslum.

Reikningsviðskipti

SaltPay sér um reikningsviðskipti (innheimtu og fjármögnun) á greiðslum til stærri fyrirtækja. Vandaðir innheimtuferlar og 35 ára sérþekking leiðir til lágmörkunar á vanskilum auk þess sem komist er hjá því að fjárfesta í dýrum upplýsingatæknikerfum og mannauði. Sért þú í reikningsviðskiptum færð þú aðgang að öflugu þjónustukerfi og greinargóðum skýrslum.


Þitt kort

Fyrirtæki geta gefið út sérstaklega merkt sérkort í samstarfi við SaltPay. Handhöfum og útgefendum sérkorta býðst full þjónusta allan sólarhringinn.

Sérkort

Sérkort SaltPay eru merkt fyrirtækjakort sem má aðeins nota hjá viðkomandi fyrirtæki. Kortin eru gefin út í nafni viðskiptavinar og hafa skilgreinda úttektarheimild eins og önnur greiðslukort. Úttektartímabilið er sveigjanlegt og viðskiptavinir eiga möguleika á að fá aukakort. Sérkort geta verið með eða án afsláttar og vildarkjara. Handhöfum og útgefendum sérkorta býðst full þjónusta allan sólarhringinn.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun