Sum þolir
bara enga bið

Raðgreiðslur

Það er auðvitað alltaf skynsamlegt að spara og eiga fyrir hlutunum. En lífið er óútreiknanlegt og passar ekki alltaf vel í excel skjal. Stundum þarf einfaldlega að bregðast hratt við, bjarga málum eða grípa tækifæri.

Þegar málin þola enga bið koma raðgreiðslur Borgunar til aðstoðar hratt og vel, málin eru leyst og þú borgar til baka smátt og smátt. Einfalt og þægilegt.


Grípur tækifærið strax.
Borgar smátt og smátt.

Geta allir nýtt sér Raðgreiðslur Borgunar? 

Allir MasterCard, Visa og American Express korthafar geta tekið Raðgreiðslur hjá Borgun hvort sem er í hefðbundnum verslunum eða vefverslun.

Upphæð Raðgreiðslu getur verið allt að 1.100.000 kr. og lánstíminn getur verið til allt að 36 mánaða. Verslanir bjóða ýmist upp á vaxtalausar raðgreiðslur eða raðgreiðslur með vöxtum.


Raðgreiðslur á netinu

Sífellt fleiri nýta sér þann möguleika að versla í gegnum netið. Raðgreiðslur Borgunar eru líka í boði þegar verslað er í vefverslun og það er einfalt að nýta sér þær.

 
Með og án vaxta - táknmynd

Með og án vaxta

Allt að 36 mánuðir - táknmynd

Allt að 36 mánuðir

Einfalt og fljótlegt - táknmynd

Einfalt og fljótlegt

MasterCard, Visa og American Express greiðslukort - táknmynd

MasterCard, Visa og American Express greiðslukort

Þekktu þína Raðgreiðsluheimild

Þú getur skráð þig inn á Mínar síður, fengið yfirlit yfir þína heimild og Raðgreiðslur hjá Borgun. Einnig getur þú sótt um hækkun á Raðgreiðsluheimild og fylgst með lánunum lækka frá mánuði til mánaðar.


Kennslumyndband fyrir Mínar síður
Innskráning

Dæmi um fyrirtæki sem bjóða
upp á Raðgreiðslur Borgunar 

Verðskrá fyrir Raðgreiðslur

Gildir frá 20. júlí 2017

Almennir vextir 12,00%
 - Fyrirtæki getur bætt við 2-4% álagi
  Dráttarvextir  12,25%
- Skv. Seðlabanka Íslands

Önnur gjöld

 Lántökugjald  3,5% 
 Uppgjörsgjald  405 kr.
 Tilkynning um vanskil     950 kr.
 

Reiknaðu dæmið

Sjáðu hvað varan kostar með Raðgreiðslum Borgunar

Fjöldi gjaldaga
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
18
24
36

Með vöxtum

Vaxtalaust

Lækkaðu ferðakostnaðinn

Þú bókar flug með einni af þeim ferðaskrifstofum sem taka við ávísuninni og ávísunin lækkar ferðakostnaðinn. MasterCard ferðaávísunin verður að vera í gildi þegar flugferð er greidd. Til að fá andvirði ávísunar greidda inn á kort þarf að koma í afgreiðslu Borgunar með ávísunina eða senda til okkar með pósti.

Ferðaávísun er útbúin af útgefanda kortsins og því ber að hafa samband við útgefandann til að fá nánari upplýsingar um notkun og uppsöfnun.

 

Reglur um notkun

  • Eigandi ferðaávísunar þarf að hafa MasterCard kort í gildi, með sama kortanúmeri og er á ferðaávísuninni
  • Ferðaávísun gildir í allar flugferðir sem keyptar eru hjá ferðaskrifstofum í samstarfi við Borgun
  • Greiða verður allan ferðakostnað með MasterCard greiðslukorti sem gefið er upp á ferðaávísuninni
  • Hámarks nýting miðast alltaf við andvirði ferðakostanaðar
  • Notist innan gildistíma ferðaávísunar
  • Sé ávísun ekki nýtt að fullu þegar ferð er fullgreidd er útbúin ný ferðaávísun fyrir mismuninum að því gefnu að fjárhæð sé ekki fyrnd

Þú getur notað ávísunina hér:


Icelandair
ÍT ferðir
Nazar
Plúsferðir
Prima Heimsklúbburinn
Sumarferðir
Terra Nova
Trans Atlantic
Úrval Útsýn
Vita ferðir
WOWair

Ferd.is
Ferðaskrifstofa Akureyrar
Ferðaþjónusta Bænda
Ferðaskrifstofa Austurlands
Flugfélag Íslands
Flugfélagið Ernir
Gaman ferðir
GB ferðir
GJ Travel
Heimsferðir
Icegolf Travel

SOS neyðarþjónusta

SOS International er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í neyðarhjálp við ferðamenn. Hvar sem er og hvenær sem er veitir SOS kortið korthafanum aðgang að margvíslegri neyðarþjónustu: Læknishjálp og peningaaðstoð, jafnvel þótt allir pappírar, peningar, kort og skilríki séu glötuð.

 

Fyrir hverja?

MasterCard og American Express korthafar hafa aðgang að neyðarþjónustunni fyrir sig og maka/sambýlismaka ef greitt er fyrir ferð þeirra með MasterCard eða American Express korti.  Börn þeirra, 22 ára og yngri, njóta einnig aðstoðar SOS, þegar þau eru á ferð með foreldrum sínum (hjónum eða sambýlisfólki), ef annað/báðir eru MasterCard eða American Express korthafar, t.d. með aðal- og aukakort.


Neyðarkort SOS

Gefin eru út neyðarkort SOS þar sem er að finna öll þau símanúmer sem nauðsynlegt er að hafa við höndina komi eitthvað upp á. Tvö slík kort fylgja með öllum MasterCard og American Express kortum og mælt er með því að hafa eitt kort í veskinu og annað í t.d. ferðatöskunni eða á hótelinu. 

 

Aðstoð án aukakostnaðar:

  • SOS gefur góð ráð símleiðis ef vanda ber að höndum.
  • SOS hefur samband við sjúkrahús og leggur fram ábyrgð fyrir kostnaði ef þörf krefur.
  • SOS aðstoðar við og greiðir sjúkraflutninga ef vátryggður slasast eða veikist alvarlega erlendis. Jafnframt er veitt aðstoð við flutning vandamanna í slíkum tilfellum.
  • SOS veitir tímabundið peningalán til greiðslu sjúkra- og lögfræðikostnaðar.

Fylgstu með kortinu þínu

Þeir sem skrá sig í SMS sérþjónustu geta fengið SMS eða tölvupóst með upplýsingum um stöðu á kortinu. 

Ef kortið er notað á netinu, 90% af heimild nýtt eða þegar lagt er inn á kortið.

 

Skráning

Sá sem óskar eftir að skrá kortið sitt í SMS þjónustu þarf að hafa samband við sinn útgáfubanka og óska eftir þjónustunni. Þjónustan er án endurgjalds.

 

Afskráning

Til að skrá sig úr SMS þjónustunni þarf að hafa samband við útgáfubanka kortsins og óska eftir að þjónustu verði hætt.

 

Kort notað á netinu

Ef verslað er á netinu fær korthafi sem skráð hefur númerið sitt í SMS þjónustu SMS þegar kortið er notað á netinu og getur því strax brugðist við ef hann á ekki í hlut.

Ef svo illa vill til að einhver óprúttinn aðili kemst yfir kortanúmerið fær korthafi tilkynningu um leið og kortið er misnotað og getur gert ráðstafanir. Hann hefur samband við útgefanda kortsins og tilkynnir notkun án heimildar.

 

90% af heimild notuð

Ekki eru allir korthafar meðvitaðir um úttektarheimildina á kortinu. Korthafar sem hafa lítið notað kortið en fara svo að nota það meira reka sig stundum á þak ef heimildin hefur ekki verið endurskoðuð í mörg ár. Til að gera korthöfum lífið auðveldara er möguleiki að fá SMS þegar úttektir á kort eru komnar yfir 90% af heimild. 

Þetta gefur korthöfum svigrúm til að óska eftir hækkaðri heimild ef þeir telja sig þurfa á því að halda, en það getur komið í veg fyrir vandræðaleg augnablik ef korti er hafnað. 

 

Örugg kortaviðskipti á netinu

Gerð hefur verið krafa um að korthafar sem vilja versla á netinu séu með skráð farsímanúmer tengt MasterCard kortinu sínu. Ekki er hægt að ljúkja greiðslu nema með notkun MasterCard SecureCode hjá þeim netverslunum sem bjóða aukið öryggi á sínum vefverslunum.

MasterCard SecureCode er öryggisnúmer sem gerir MasterCard korthöfum kleift að eiga örugg viðskipti á netinu. Öryggisnúmerið verndar korthafa gegn misnotkun á kortinu þar sem öryggisnúmerið er sent beint frá útgefanda kortsins í farsíma korthafans.

 Vinsamlegast athugið hvort rétt gsm númer er skráð hjá útgefanda kortsins

Hvernig vikar SecureCode?

Þegar korthafi verslar með MasterCard greiðslukortinu sínu í netverslun sem býður MasterCard SecureCode kemur upp gluggi þar sem korthafinn er beðinn um að slá inn MasterCard SecureCode öryggisnúmerið sitt. Öryggisnúmerið er sent sjálfkrafa með SMS beint frá útgefanda kortsins í farsíma korthafans.

FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI