Uppgjörsmöguleikar

Borgun býður viðskiptavinum sínum fjölbreyttar uppgjörsleiðir í kortaviðskiptum.

Mánaðarlegt uppgjör

Í mánaðarlegu uppgjöri eru úttektir gerðar upp annan virkan dag næsta mánaðar eftir að kortatímabili lýkur. Viðskiptavinir hafa val um hvort kortatímabil er fast eða breytilegt. Mánaðarlegt uppgjör miðast við kortatímabil þar sem uppgjörsfresturinn er 15-45 dagar. 

Vikulegt uppgjör

Vikulegt uppgjör er hentugur kostur fyrir fyrirtæki sem vilja aukið greiðsluflæði og stytta bindingu fjármagns.

Vikulegt uppgjör fer fram á miðvikudegi en þá er tímabilið frá sunnudegi til mánudags gert upp. Uppgjörsfrestur er því lengstur 10 dagar.

Daglegt uppgjör

Daglegt uppgjör er tilvalin leið fyrir þau fyrirtæki sem vilja fá jafnt greiðsluflæði vegna kortaviðskipta og eru þá tveir kostir í boði:

T2: Allar færslur eru greiddar til fyrirtækis á öðrum degi eftir að þær berast Borgun.
T14: Allar færslur eru greiddar til fyrirtækis á fjórtánda degi eftir að þær berast Borgun.

Álag vegna daglegs uppgjörs er breytilegt og tekur mið af almennri vaxtaþróun.